Ráðherra þetta og ráðherra hitt

Hún er dálítið undarleg umræðan um hvað ráðherrar segjast hafa ákveðið og hvað ekki. Ráðherra tekur ákvörðun um að ráðast í opinbera byggingu, ráðherra tekur ákvörðun um framkvæmdir, ráðherra ákveður að hætt skuli við framkvæmdir, ráðherra ákveður að breytt skuli um stefnu, ríkisstjórn tekur ákvörðun um að fjármagna skuli með einum eða öðrum hætti. Ráðherra ákveður hitt og ríkisstjórnin ákveður þetta. Eða svo er sagt.

Þetta er bara ekki alveg svona einfalt. Það er Alþingi sem mótar stefnuna. Það er Alþingi sem ákveður. Það er Alþingi sem ráðstafar fjármunum. Ráðherrar og ríkisstjórn annast svo um framkvæmdina.

Þetta var lengst af með öðrum hætti en reyndist ekki mjög vel.

Eitthvað hljótum við að geta lært af fortíðinni.