Tvö dæmi um frekju og yfirgang

Fyrirsögn þessarar fréttar er ekki allskostar rétt. Eigandi hraðbrautar má taka eins marga nýnema inn í skólann eins og hann getur narrað til náms hverju sinni. En almenningur, skattgreiðendur verður ekki látnir bera kostnaðinn af því eða frekari arðgreiðslum til eigandans.

Eigendur Kvikmyndaskólans vissu það um síðustu áramót að fjármál skólans stefndu í óefni og samningur við menntamálaráðuneytið um áframhaldandi ríkisstyrki rynni út um mitt ár. Samt upplýstu þeir ekki nemendur skólans um stöðuna og veittu þeim eða öðrum jafnvel ekki réttar upplýsingar um raunverulega stöðu fyrirtækisins. Nú geta þeir ekki staðið við áður gefin loforð um áframhaldandi skólastarf og að útskrifa nemendur, sem ættu auðvitað að geta sótt rétt sinn til skólans og eigenda hans.

En eigendurnir þessara tveggja fyrirtækja krefjast þess hinsvegar að fyrirtæki þeirra fái ríkisaðstoð til við að halda áfram rekstri sem ekki á sér rekstar grundvöll.

Þetta er tvö dæmi um yfirgang og frekju af hálfu einkafyrirtækja gagnvart íslenskum skattgreiðendum. Ábyrgðinni er varpað yfir á þriðja aðila sem í þessu tilfelli er íslenskur almenningur sem enga ábyrgð ber á málinu.

Það versta er þó samt að bæði fyrirtækin beita fyrir sér viðskiptavinum sínum, nemendum, sem bundið hafa framtíðarvonir sínar við nám hjá þessum fyrirtækjum sem þau hafa nú verið svikin um.

Það er ekki fallega gert.