Óreiðumennirnir borga

Ég sagði frá því í færslu hér á síðunni fyrir nokkrum dögum að líklega væri hlutabréfaeign þrotabús Landsbanka Íslands vanmetin. Vísaði ég til þess að í eignarmati væru þær metnar á 117 milljarðar á sama tíma og tilboði í hlut búsins í verslunarkeðjunni Iceland upp á 200 milljarða hefði verið hafnað. Nú er komið í ljós að þessi hlutur miklu meira virði.
Breska fjármáladagblaðið Financial Times segir frá því í dag að slitastjórn Landsbankans sé að hefja söluferli á hlutnum verslunarkeðjunni í Iceland Foods og vænti þess að fá 2 milljarða punda, sem samsvarar 370 milljörðum króna fyrir hlutinn. Eins og kunnugt er á þrotabú bankans um 70% í keðjunni. Þetta eru góðar fréttir enda myndi þessi sala, þýða að bankinn borgar allt Icesave. Eignir óreiðumannanna verða því nýttar til að greiða innstæðueigendum.
Það er því afar auðvelt að færa góð rök fyrir því að segja já við að bankinn borgi í stað þess að hætta á að ríkissjóður Íslands verði dæmdur til að greiða með skattgreiðslum þjóðarinnar.
Skynsamir menn segja því auðvitað að bankinn borgi en hafna því að þjóðin beri þessar byrgðar.
En hefur einhver velt því fyrir sér hverjir fá afraksturinn af sölu eignanna ef við semjum ekki?