Lengi von á einum!

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi tekið sér stöðu með nei-fólkinu í Icesave. Þetta kom svo sannarlega á óvart. Sagt er að hann hafi ekki tekið krónu fyrir yfirlýsinguna. Hún sé ókeypis framlag prófessorsins til lausnar á afleiðingum íslenska efnahagsundursins. Eða er eitthvað ókeypis?