Fjórar komma þrjár milljónir

Fjórar komma 3 milljónir eru talsverðir peningar. Upphæðin lætur nærri að vera árslaun miðaldra grunnskólakennara með talsverða kennslureynslu að baki. Laun kennara þykja hinsvegar ekkert sérstaklega há. Fjórar komma þrár milljónir eru u.þ.b. tveggja og hálfsárs atvinnuleysisbætur. Atvinnuleysisbætur eru hvorki háar né vigta þungt í heimilisbókhaldi nokkurs manns.
Fjórar komma þrjár milljónir á mánuði hljóta hinsvegar að teljast rífleg mánaðarlaun ef rétt reynist– ekki satt?