Undarleg umfjöllun um barnabætur á RÚV

Ég hlustaði á umfjöllun um barnabætur og fleira í síðdegisútvarpi RÚV í dag. Þar var spurt að því hvort kreppan væri farin að bitna á börnunum og vísið til þess að barnabætur væru ætlaðar börnum og skerðing á þeim hljóti því að vera beint beinlínis gegn börnum. Barnabæturnar eru eyrnamerktar börnum, sögðu umsjónarmennirnir. Spurningin er góð og gild, við eigum alltaf að láta okkur mikið varða um hag barna, ekki síst þegar illar árar í samfélaginu. Síðan var spilað viðtal við starfsmann leikskóla í Kópavogi sem önnur umsjónarmanna Síðdegisútvarpsins tók. Á meðan beðið var eftir því að viðtalið færi í loftið sagði umsjónarmaðurinn hlustendum frá því að sér hefði sýnst börnin vera bara nokkuð kát og litið vel út þrátt fyrir allt og virtust ekkert vita af því að verið væri að skerða barnabætur! Síðan var starfsmaður skólans spurður að því hvort sjáist einhver merki þess að börn líði fyrir kreppuna, séu í fötum sem passa of fleira í þá áttina. Til að byrja með er rétt að benda á reglugerð um barnabætur þar sem fram kemur hver tilgangur þeirra er, hverjir eigi rétt á bótum og hver skilyrðin eru. Reglugerðina og fleira þessu tengdu má sjá á island.is og einnig hérna.
Í stuttu máli þ kom ekkert fram í viðtali starfsmannsins sem gaf nokkuð það til kynna sem haldið var fram í inngangi umfjöllunar Síðdegisútvarpsins. Hreinskilningslega sagði starfsmaður skólans, finnum við ekki fyrir því að börnin líði fyrir kreppuna frá degi til dags og foreldrar og börn bæru sig almennt þokkalega. Börnin voru vel klædd að mati starfsmannsins, í fötum af réttri stærð, þau voru ágætlega nærð, heldur styttra í skólanum en fyrir kreppu og vanskil skólagjalda síst meiri nú en áður var. Ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af börnunum frekar en áður að mati starfsmannsins. Með öðrum orðum: Ástandið var bara heilt yfir ágætt!!
En það þótti umsjónarmönnum Síðdegisútvarpsins ekkert sérstaklega áhugavert, í það minnsta sáu þær ekki ástæðu til að gera mikið úr því að ung börn virtust ef marka má umsögn starfsmanns leikskólans ekki líða sérstaklega fyrir kreppuna. Hefði ekki verið gaman að geta sagt frá því að svo hafi verið? Öðruvísi og jákvæð frétt, öfugt við það sem sagt var í upphafi umfjöllunar þinnar?? Til marks um að ástandið væri alls ekki eins slæmt og af er látið, a.m.k. hvað þetta varðar.
Eitt enn: Pétur Blöndal þingmaður sagði í sama þætti í dag að hann vildi hvorki hærri skatta né meiri niðurskurð (hvorki meiri tekjur né minni útgjöld) til að leysa úr kreppunni. Hefði ekki verið gaman að spyrja hann að því hvernig hann ætlaði þá að leysa úr vandanum?? Hann sagðist reyndar vilja skapa hér betra skattaumhverfi fyrir áhættufjármagn! Hefði ekki verið gaman að spyrja hann að því hvort íslendingar hefðu fengið nægilegan skammt af því bili og hvort það væri ekki einmitt hluti vandans og það ekkert smá??
Er ósanngjarnt að biðja um vandaðri umfjöllun af hálfu RÚV um mál líðandi stundar?