Þingmannanefndin

Í megin niðurstöðum og ályktunum þingmannanefndarinnar (bls. 5 - 15) er mismunandi skýrt kveðið að orði um einstök atriði. Ýmist leggur þingmannanefndin eitthvað til, gerir skýrar tillögur um einstök mál eða þá hitt sem mér sýnist vera algengara að nefndin mælist til einhvers, telji rétt að gera eitthvað, vekur athygli á einhverju, að skerpa þurfi á málum, að nauðsynlegt sé að skýra eitthvað betur o.s.frv.
Þingmannanefndin leggur t.d. til að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um hlutverk Alþingis. Sama má segja um stofnun sjálfstæðrar stofnunnar sem hafi það hlutverk að meta og spá fyrir um efnahagslífið og einnig er gerð tillaga um að fela ákveðinni þingnefnd að hafa eftirlit með nauðsynlegum úrbótum á löggjöfinni. Þingnefndin leggur einnig fram tillögu um að marka þurfi opinbera stefnu um fjármálamarkaði og að fjármálastofnunum verði óheimilt verði að veita starfsmönnum sínum lán til hlutafjárkaup í eigin fyrirtækjum. Þingnefndin leggur til að gerð verði úttekt á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka og einnig að viðskiptanefnd Alþingis hafi forgöngu um endurskoðun laga um endurskoðendur. Þingmannanefndin gerir tillögu um hvernig fundargerðir ríkisstjórnarfunda skuli hagað og sömuleiðis að gerð verði úttekt á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi, rannsakaðaður verðu aðdragandi og fall sparisjóðanna og að metnir verði kostir og gallar þess að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann.
Á hinn bóginn er fjölmargt sem þingmannanefndin er ekki eins viss um í sinni sök og mælist ýsmisst til einhvers eða telur að eitthvað þurfi að gera í. Þar má nefna að nefndin telur rétt að þingmenn setji sér siðareglur án þess að gera skýra tillögu um það. Sama má segja um eftirlitshlutverk þingsins sem þingmannanefndin telur að þurfi að styrkja og sömuleiðis telur að endurskoða þurfi nefndarskipan og störf þingnefnda. Þingmannanefndin telur athugandi hvort Fjármálaeftirlitið eigi að hafa virkar valdheimildir til að skipta út stjórnum fjármálafyrirtækja og nefndin bendir á veika stöðu starfsmanna þeirra fyrirtækja og sömuleiðis telur nefndin að huga verði að eftirliti með tryggingarfélögum, lífeyrissjóðum og verðbréfaviðskiptum. Þingmannanefndin telur að veikleikar séu í innstæðutryggingakerfið sem innleitt var hér á landi hafi að geyma ýmsa veikleika (!) og einnig telur nefndin að tengsl ráðuneytis við innstæðutryggingasjóðinn sé gagnrýnisverð. Nefndin telur að endurskoða verði lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og sömuleiðis lög um innri- og ytri endurskoðenda. Þingmannanefndin telur að skýra þurfi lög og reglur um störf endurskoðenda fyrirtækja og telur mikilvægt að draga lærdóm af afstöðu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins. Þingmannanefndin telur mikilvægtað ítreka ábyrgð fagráðherra á eftirliti með störfum Fjármála eftirlitisins og Seðlabankans og nefndin bendir á að seðlabankastjórar og forstjórar þessara sofnana hafi sýnt af sér vanrækslu. Þingmannanefndin telur að gera verði breytingar á lögum og reglum til að valdsvið einstakra ráðherra skarist. Þingmannanefndin telur einnig mikilvægt að fram komi hvaða reglur eigi að gilda um pólitíska starfsmenn ráðherra og telur einnig að skerpa þurfi á verkaskiptingu stofnana ríkisins. Þá bendir þingmannanefndin á að brýnt sé að í ráðuneytum sé til staðar fagþekking (!) og að mati nefndarinnar sé ætíð rétt að ráða í stöður á faglegum forsendum. Þingmannanefndir telur að formleg og vönduð stjórnsýsla sé sérstaklega mikilvæg og hún vekur athygli á að skort hafi á formfestu og nákvæmni í samskiptum við aðrar þjóðir í aðdraganda hrunsins. Nefndin telur rétt að stjórnvöld hafi tiltæka viðbragðsáætlun við fjármálaáfalli og áréttar að setji ríkisstjórnin á fót samráðshópa í þessu skyni sé skýrt hvert hlutverk þeirra eigi að vera.
Eins og sést á þessari upptalningu (sem ekki er endanleg) eru áherslur þingmannanefndarinnar mismiklar eftir málaflokkum. Stundum gerðar beinar tillögur en stundum tekið vægar til orða bent á eða talið að eitthvað eigi að gera. Hvort vægi þeirra mála sem gerðar eru sérstakar tillögur um er meira en hinna er svo bara mat hvers og eins.