Góð ferð í Fnjóská

Stöngin hefur líklega svignaði í síðasta sinn þetta veiðisumarið. Eyddi helgina við Fnjóská og setti þar í nokkra góða fiska. Falleg 85 cm hrygna lét glepjast á Árbugsárós, litlu smærri synti sína leið eftir viðureign í Ferjupolli og 89 cm hængur lét reyna á stöngina á Eyrarbreiðu rétt fyrir lokun í gær. Enn fleiri létu sig engu varða um rauðu Frances-túbuna og gerðu lítið úr tilraunum veiðimannsins við að fá þá til að taka. Það er ekki síst það sem gefur veiðinni gildi, að þurfa að hafa fyrir hlutunum og líta ekki á það sem sýnda veiði að sjá fisk stökkva eða gera vart við sig að öðru leiti.
Fnjóská er svo sannarlega skemmtileg á sem ég á án nokkurs vafa eftir að heimsækja oftar á næstu árum.
Hitti svo mann á flugvellinum í morgun þar sem við fórum að ræða um stóru urriðana sem finna má Litluá í Kelduhverfi, allt upp í 8 kíló, sagði náunginn.
Kannski maður eigi eftir að kíkja þangað síðar í haust, hver veit?