Um mig

Fæddur í Ólafsfirði 20. september 1959. Foreldrar Gísli Magnússon Gíslason (f. 27. mars 1924, d. 27. september 2009) sjómaður og netagerðarmaður í Ólafsfirði og Sigurveig Anna Stefánsdóttir (f. 15. maí 1930) húsmóðir og starfsmaður Ólafsfjarðarbæjar.


Fjölskylda:
Maki Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir (f. 12. ágúst 1961) náms- og starfsráðgjafi. Foreldrar Rósenberg Jóhannsson og Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir. Börn: Sigurveig Petra (1981), Berglind Harpa (1985), Katla Hrund (1990). Sonur Björns og Halldóru Salbjargar Björgvinsdóttur: Björgvin Davíð (f. 1976, d. 1992).


Starfsferill:
Sjómaður síðan 1975. Stýrimaður og skipstjóri á togaranum Sólbergi ÓF-12. Yfirstýrimaður og síðar skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2 síðan 1997. Hafði umsjón með fyrsta stigs námi við Stýrimannaskólann í Ólafsfirði 1986-1988. Leiðbeinandi í sjóvinnu við Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði 1986-1988. Kennari á námskeiðum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum.


Menntun:
Skipstjórnarpróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1984. Kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri HA 2006.


Stjórnmál og félagsmál:
Bæjarfulltrúi Vinstrimanna og óháðra og sat í ýmsum nefndum fyrir Ólafsfjarðarbæ 1986-1998. Formaður fræðslunefndar Ólafsfjarðarbæjar 2002-2006. Stjórnarmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðurlands í mörg ár. Í stjórn Félags skipstjórnarmanna. Í hljómsveitinni Roðlaust og beinlaust. Hefur gefið út fjölmarga geisladiska með eigin lögum og annarra og haldið fjölda tónleika víða um land auk þess að hafa unnið að ýmsum menningartengdum atburðum í Ólafsfirði.
Alþm. Norðaust síðan 2009 (Vg.).
Vþm. Norðurl. e. des. 1990 (Alþb.), Norðaust. okt.-nóv. 2007, apr. 2008, okt.-nóv. 2008 (Vg.).
Fjárlaganefnd 2009-, samgöngunefnd 2009- (form.), sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009-.
Íslandsdeild þings Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu 2009-.