Hvað svo?

Þingmenn eiga að sjálfsögðu að fá útlagðan kostnað vegna starfs síns endurgreiddan. Þingið á að sjálfsögðu að sjá þingmönnum sem ekki búa á starfssvæði þingsins fyrir húsnæði. Þingmenn eiga ekki frekar en aðrir að verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna sem slíkir.
Það er líka gott og gilt að í framtíðinni verði greiðslur til þingmanna opinberar og rekjanlegar til einstaklinga. Það breytir því ekki að fram til þessa hafa margir þeirra farið vísvitandi á svig við reglur (svo ekki sé nú meira sagt) sem gilt hafa um þessi mál og dregið þannig til sín háar upphæðir. Fyrir mér eru endurgreiðslur vegna aksturs í einkaerindum eða styrkur vegna kostnaðar við heimilisrekstur, sem ekki er til staðar, á pari við að kaupa vörur í BYKO út á reikning Þjóðleikhússins og hirða þær svo sjálfur.
Vonandi áttar þingið sig á því.