Allt meira og minna samkvæmt bókinni

Það hefur verið lítið um óvæntar eða ófyrirséðar upp á komur í þinginu frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Allt meira og minna samkvæmt bókinni. Ég er þó hugsi yfir því á hvaða leið mínir gömlu og góðu félagar í Samfylkinguni eru. Þeir virðast hafa ákveðið að gera Vinstri græn að sínum helsta pólitíska andstæðingi sem eru mikil mistök af þeirra hálfu. Það kann að stafa af óskýrri pólitískri forystu innan þeirra í bland við reynsluleysi nýrra þingmanna. Endurkoma Ágústar Ólafs í stjórnmálin gefur þó vonir um að Samfylkingin muni fljótlega ná að staðsetja sig á hinu pólitíska sviði.
Hér má sjá ágæt yfirlit yfir helstu skattabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi fyrir næsta ár. Betri heimild en hjá minnihluta þingsins.