Góður pólitískur tónn

Það var gaman að hlusta á Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Vikulokunum á RÁS 1 í morgun og betra hljóð í honum gagnvart ríkisstjórninni en hingað til. Ef vel var hlustað mátti greina eftirsjá hjá honum yfir því að hafa ekki leitt Samfylkinguna í ríkisstjórn við hliðina á Vinstri grænum. Það er skiljanlegt. Ég sakna líka Samfylkingarinnar að mörgu leyti enda margt afbragðsfólk þar að finna sem fengur er í að hafa með sér í liði við landsstjórnina. Kannski verður það síðar?
Hvað sem því líður þá var góður pólitískur tónn í formanni Samfylkingarinnar sem gefur von um góðan vilja til samstarfs við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.