Ríkisstjórn stöðugleika og sátta

Fyrir sléttum þremur vikum skrifaði ég þennan pistil sem fékk talsverða athygli. Núhefur þetta gengið eftir að mestu. Samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar  Vinstri grænna, sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks sem tók við völdum í dag verður ekki ráðist í umfangsmiklar kerfisbreytingar á næstu árum. Hún mun einbeita sér að nokkrum stórum málum s.s. heilbrigðis-, velferðar- og menntamálum auk samgöngumála en láta annað ýmist bíða betri tíma og leggja önnur mál jafnvel alveg til hliðar. Sáttmálinn í heild sinni er þó frekar framsækinn og vekur góðar vonir um jákvæða þróun í okkar stærstu málum á næstu árum og áratugum.
Þessi ríkisstjórn á alla möguleika á því að verða farsæl fyrir land og þjóð. Hún er líkleg til að sitja lengi og treysta hið hefðbundna flokkakerfi sem hefur átt undir högg að sækja að undanförnu.
Þetta verður ríkisstjórn stöðugleika og samfélagslegra sátta.

Mynd:Pressphoto.biz