Nærist á völdum

Þegar Hrunstjórnin hrökklaðist frá völdum í ársbyrjun 2009 hafði, eftir því sem ég best veit, aðeins einn þingmaður úr röðum sjálfstæðismanna áður setið í stjórnarandstöðu. Það var Geir H. Haarde. Eftir kosningarnar vorið 2009 hafði enginn þingmanna Flokksins upplifað það áður að vera í stjórnarandstöðu. Fram að því höfðu þau haft greiðan aðgang að stjórnarráðinu og beina línu inn í öll ráðuneyti. Enda kunnu þau ekki að vera í minnihluta og höguðu sér samkvæmt því. Þau urðu ráðvillt og stjórnlaus. Kjörtímabilið 2009 – 2013 var líka, eftir því sem ég best veit, fyrsta heila kjörtímabilið sem sjálfstæðisflokkurinn var utan ríkisstjórnar frá lýðveldisstofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð sér á strik eftir þetta enda nærist hann á völdum og tærist án þeirra.