Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson sagði í Silfrinu í dag að stærsta málið í öllu stóru málunum eru efnahagsmálin í víðum skilningi og að um þau verða þau sem mynda næstu ríkisstjórn að ná saman um. Vinstrimenn hafa lengi liðið fyrir lítið sjálfstraust þegar kemur að efnahagsmálum og innan þeirra eru ekki margir sem standa klárir í umræðu um þau mál. Það er reyndar frekar skrýtið því að vinstrimenn hafa að öllu jöfnu staðið sig vel og náð góðum árangri í efnahagsmálum, oft við erfiðar aðstæður. Hægrimenn efast á hinn bóginn aldrei um ágæti sitt á þessu sviði (frekar en öðrum) þó reynslan styðji ekki við það og beri vitni um annað. Forystufólk stjórnmálaflokka má ekki koma sér undan því að ræða þetta stóra mál og útskýra stefnu flokkanna betur en gert hefur verið.
„Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur að meðaltali“ sagði Þorsteinn Pálsson í Silfrinu í dag.
Það er skotheld skilgreining á þeim ágæta flokki.
Mynd: Hringbraut