Áhyggjuefni

Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, hefur kannski ekki sama efnahagslega vægi og fyrir Ísland og áður. En mikilvægi sjávarútvegsins er þó stórlega vanmetið. Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverjir virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana. Margir þeirra láta sér nægja að henda af og til fram illa rökstuddum fullyrðingum um svik og pretti innan íslensks sjávarútvegs.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.