Hin eilífa rússíbanareið

„En að lokum mætti samt minna á það, að það stendur upp á stjórn­mála­stétt­ina að skýra það, hvers vegna þessi heima­til­búna rús­sí­ban­areið geng­is­sveiflna er góð og skyn­sam­leg.“ 

Þetta er ágæt greining hjá Magnúsi Halldórssyni, ritstjóra Kjarnans, líkt og vant er. Stjórnmálamenn líta margir hverjir á það sem sitt hlutverk að stýra gengi krónunnar í þeim tilgangi að láta útvöldum líða vel á kostnað annarra. Þannig er umræðan um íslensku krónuna, örmyntarinnar sem enginn utan landsins vill eiga í viðskiptum með. Það ýtir undir mismunun og hægir á eðlilegri þróun og nýsköpun í atvinnulífinu og heldur almenningi í stöðugri óvissu um afkomu sína.
Á dögunum tók ég þátt í pallborði með stjórnmálamönnum sem sögðu það varða fullveldi Íslands að myntin héti króna og væri íslensk. Þeir sögðust vera krónusinnar! Fyrir örfáum dögum átti ég samtal við aðila í nýsköpunarfyrirtæki sem á í viðskiptum úti um allan heim. Það er ekki ólíklegt að það fyrirtæki flytji starfsemi sína úr landi vegna fullveldiskrónunnar. Svo mætti lengi telja.
Ótrúlegum fjármunum, tíma og orku er eytt til að hafa stjórn á gjaldmiðlinum. Hugtök eins og „flökt“ og „sveiflur“ á gjaldmiðlinum eru hér á landi notuð um það sem kallað er „hrun“ eða „fall“ í öðrum löndum.
Stjórnmálamenn og -flokkar verða að taka af skarið og leiða þjóðina út úr vítahring eilífðrar rússíbanareiðar gjaldmiðilsins.