Grandafrumvarp Þorgerðar Katrínar

Ef einhvers staðar eru til á einum og sama staðnum gögn um stjórn fiskveiða, tillögur að breytingum, nefndarálit, sýn innlendra sem erlendra sérfræðinga á sjávarútveginum frá öll áttum – þá er það í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Tvíhöfðanefndir, auðlindanefndir, endurskoðunarnefndir, sáttanefndir og hvað svo sem allar nefndirnar hafa heitið sem  gert hafa tillögur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Allt er þetta til. Ný nefnd mun engu bæta við það sem fyrir er.
En það hlýtur að vera einsdæmi að boðað sé til lagabreytinga til höfuðs nafngreindum fyrirtækjum líkt og hér er gert. Markmiðið virðist vera að núllstilla fiskveiðistjórnunarkerfið og naglfesta það í því formi sem það er í dag. Héðan í frá skuli engar breytingar eiga sér stað hvernig sem heimurinn hvolfist eða fer.
Boðað Grandafrumvarp Þorgerðar Katrínar verður aldrei að lögum.