Persónulegir hagsmunir þingmanna

Fjórir þingmenn sjálfstæðisflokksins, allir nefndarformenn þingnefnda, styðja ekki ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisfjármálaáætlunin er grunnstefna ríkisstjórnarinnar og mikilvægust allra mála hennar. Án þeirrar áætlunar er engin stefna, engin markmið og engin ríkisstjórn. Ríkisstjórnin er því í raun fallin.
Þetta er eitt. Annað er að a.m.k. tveir nefndarformannanna styðja ekki ríkisstjórnina vegna persónulegra hagsmuna sinna að því er best verður séð. Stefna ríkisstjórnarinnar skaðar þá eða fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk fjárhagslega.
Allir þingmenn hafa undirritað (vonandi) siðareglur fyrir Alþingismenn. Í 5.gr. þeirra reglna segir m.a. að þingmenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra".
Forseti Alþingis hlýtur að láta málið til sín taka.