Glæsilegt skip!

Kaldbakur EA-1 nýtt skip Samherja hf. kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri í gær. Kaldbakur er glæsilegt og öflugt skip í alla stað, með vel hannaðan skrokk sem mun fara vel með áhöfn og farm.
Það er alltaf ánægjulegt þegar ný skip bætast í flotann sem var orðin allt of gamall og úr sér gengin að mörgu leyti.
Hér má sjá nokkrar myndir af skipinu sem Gísli Sigurgeirsson tók af því í gær.