Enn sömu skoðunar?

Fyrir rúmum fimm árum lögðu sex þingmenn fram tillögu á Alþingi um endurupptöku sjómannaafsláttar. Þrír þeirra eru enn á þingi. Tveir eru úr stjórnarliðinu, annar ráðherra og hinn er forseti þingsins. Sá þriðji er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, nú í stjórnarandstöðu. Það er því ekki ólíklegt að því að ef þessi þrjú myndu endurflytja tillögu sína frá haustinu 2011 ætti hún nokkuð greiða leið í gegnum þingið.
Ætli þau séu sömu skoðunar nú og þau voru haustið 2011?
​Eða var þessi tillaga lögð fram í öðrum tilgangi?