Spennan í störfum þingsins

Breytingartillögur fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er í takt við það sem áður hefur verið, aukning um 1,5% í útgjöldum. Ekkert nýtt í því.
Ef marka má fréttir virðist eina spennan í störfum þingsins nú vera hvort þinginu ljúki fyrir jól eða hvort þingmenn þurfi að mæta aftur milli jóla og nýárs til að klára það sem klára þarf. Forseti Alþingis hefur reyndar bent á að  „enginn stór skaði yrði þótt þing yrði kallað saman milli jóla og nýárs.“
Ég er sammála því.