Framsóknarflokkurinn í heila öld

Framsóknarflokkurinn er 100 ára í dag og er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Það segir ýmislegt um seigluna í þessum aldargamla flokki að nú í kjölfar verstu kosningaúrslita hans í hundrað ár er meira en líklegt að hann gæti spilað stóra rullu í myndun næstu ríkisstjórnar. Líkur á að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, ávarpi landsmenn á síðasta degi ársins vaxa með hverjum degi sömuleiðis. Það er ansi skemmtilegt í ljósi þess að sá varð eiginlega formaður og forsætisráðherra fyrir slysni fyrr á árinu.
Allt um það!
Ég óska framsóknarfólki um allt land til hamingju með flokkinn sinn á aldarafmælinu.