Spilling ekki áhyggjuefni?

Kosningarnar í dag eru engar venjulegar kosningar. Þær er til komnar vegna þess að ríkisstjórn hægriflokkanna féll vegna spillingar. Af fjórum ráðherrum ríkja Evrópu sem nefndir voru í Panamaskjölunum voru þrír íslenskir. Einn þeirra var forsætisráðherra landsins. Annar var og er fjármálaráðherra og sá þriðja var og er enn ráðherra dóms- og kirkjumála. Þeir munu allir verða endurkjörnir í dag. Allir munu þeir svo síðar í kvöld eða nótt lýsa yfir einhvers konar sigri. Það eru talsverðar líkur á því að þeir verði allir ráðherrar í nýrri ríkisstjórn.
Kjósendur virðast almennt ekki hafa miklar áhyggjur af spillingu í stjórnmálum.
Því miður.