Um þetta verður kosið

Í dag eru nokkuð jafnar líkur á því að ríkisstjórn félagshyggjuflokka eða hægriflokka taki við stjórn landsins eftir morgundaginn.
Ríkisstjórn hægriflokkanna yrði undir forystu Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins. Hann er eini formaðurinn sem nýtur trausts þvert á hægriflokkana og því sá eini sem gæti leitt ríkisstjórn þriggja eða fjögurra flokka stjórn á hægri vængnum.
Vinstrisinnuð ríkisstjórn yrði undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Hún er sú eina sem nýtur trausts þvert á þá flokka og því sú eina sem gæti leitt ríkisstjórn þriggja eða fleiri flokka á vinstri vængnum.
Um þetta verður kosið.
​Það er nú ekki flóknara en þetta.