Kröfuhafadekstur

Engir hafa smjaðrað eins fyrir kröfuhöfum í föllnu bankana og ríkisstjórn hægriflokkanna. Sama ríkisstjórn samdi svo um Icesave-málið við Breta og Hollendinga og greiddi þeim ríflega 50 milljörðum meira en nauðsynlegt var.. Sá samningur hefur hvergi verið birtur og var gerður án aðkomu Alþingis.
Og enn nýta hægriflokkarnir sér náin tengsl sín við vogunarsjóðina og selja þeim eigur ríkisins án þess að gera þingi eða þjóð grein fyrir sölunni.
Þessu getum við svo haldið áfram eftir helgi – eða hætt þessu kröfuhafa-vogunarsjóðadekstri.
Okkar er valið.