Þvílík háðung! Þvílík skömm!

Það eru kannski reiknanlegar líkur á því að meirihluti fjárlaganefndar verði jafn illa skipaður aftur og hann er nú. En það er mjög ólíklegt að það geti gerst.
Það er tæplega hægt að skálda upp atburðarásina síðustu daga frá því að fjárlaganefndartvíeykið öfluga boðaði til blaðamannafundar í húsakynnum Alþingis til að kynna í nafni nefndarinnar stóru bombuna og  til dagsins  þegar málið er algjörlega dauðrotað. Þetta hlýtur að vera heimsmet - í einhverju. Og þvílíkur aumingjaháttur að væla síðan undan því að þurfa jafnvel að standa við stóru orðin.
Það tók innan við viku að berhátta og kaghýða þessa ótrúlegu samsetningu sem myndar meirihluta fjárlaganefndar. Málatilbúnaðurinn var ekki traustari en það.

Þvílík háðung! Þvílík skömm!