Færeysk stjórnmál

Í dag kl. 13:00 hefst í Norræna húsinu fundur með þremur færeyskum ráðherrum. Þar munu þau Högni Hoydal sjávarútvegsráðherra, Kristina Háfoss fjármálráðherra og Sirið Stenberg innanríkis- og velferðarráðherra ræða stjórnmálin í Færeyjum og sitja fyrir svörum. Á morgun mun Högni Hoydal síðan halda fund á Akureyri í boði Háskólans á Akureyri um sjávarútvegsmálin, sér í lagi uppboðsleiðina sem Færeyingar eru að fikra sig áfram með og vakið hefur talsverðar umræður hér á landi.
Áhugafólk um stjórnmál þarf því ekki að láta sér leiðast um helgina. Sér í lagi þó þeir sem láta sig   sjávarútvegsmálin varða.