Frábær afkoma hjá Samherja

Það er óhætt að segja að rekstur Samherja hf á síðasta ári hafi verið góður og afkoman eftir því. Það á reyndar við um mörg ár þar á undan eins og fram kemur í þessari ágætu samantekt á Kjarnanum.
Tekjur Samherja á síðasta ári námu um 84 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir var um 20 milljarða, rúmum þrem milljörðum meiri en árið á undan. Í lok síðasta árs námu eignir Samherja og tengdra fyrirtækja 119 milljörðum og skuldir 36 milljarðar. Fyrirtækið fjárfesti fyrir meira en 8 milljarða á árinu 2015 og hefur skuldbundið sig til að fjárfesta fyrir um 30 milljarða á næsta eina og hálfa ári.
Þetta eru ævintýralegar tölur og afkoma hjá þessu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem undirstrika traustan rekstur og yfirstjórn.
Það er sannarlega hægt að gleðjast yfir slíkum árangri hjá þessu magnaða fyrirtæki.

Myndin hér að ofan er af kápu norsk skipsliste (norska sjómannaalmanaksins) sem sýnir tvö af skipum dótturfyrirtækis Samherja sem eru í smíðum í Noregi.