Auðvelt val í NA-kjördæmi

Framboð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar í NA-kjördæmi, eykur enn hættuna á því að ríkisstjórn hægriflokkanna haldi velli í kosningunum með stuðningi Viðreisnar. Samkvæmt skoðanakönnunum tekur Viðreisn  ekki mikið af sjálfstæðisflokknum og ekkert af Vinstri grænum. Fylgi flokksins kemur fyrst og síðast frá fyrrum kjósendum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og framsóknarflokksins. Allir þessir flokkar eru í talsverðum vandræðum í kjördæminu og ólíklegir til að ná vopnum sínum. Það má búast við því að með framboði Benedikts í NA-kjördæmi muni hægriblokkin í NA-kjördæmi styrkjast og línur skýrast enn frekar en áður. Í raun mætti segja að kjósendum í NA-kjördæmi standi tvennt til boða; annars vegar að kjósa til hægri eða Vinstri græn.
Það ætti að vera auðvelt val.