Af Ásmundum og Elliðum þessa heims

Skattheimta snýst ekki aðeins um að afla tekna til að reka skóla, sjúkrahús eða velferðarkerfi svo dæmi séu tekin. Skattar eru líka tæki til jöfnunar, jafnt með því hvernig þeirra er aflað og ekki síður með því hvernig þeim er ráðstafað. Þetta er allt nokkuð einfalt og ætti í sjálfu sér ekki að þarfnast frekari skýringa.
Og þó.
Ríflega helmingur þjóðarinnar er og hefur lengi verið fylgjandi því að lækka skatta, draga úr samneyslu og auka ójöfnuð í landinu. Sem er einmitt bein afleiðing af ósanngjarnri og lítilli skattheimtu. Það hefur t.d. þessar afleiðingar og þessar og þessar, svo dæmi séu tekin. Þetta á ekki að koma neinum með sæmilega pólitíska glóru á óvart eða ætti að vera sérstaklega erfitt fyrir þannig þenkjandi stjórnmálamennsvara fyrir afleiðingarnar.
Áframhaldandi hröð lækkun veiðigjalda sem og annarra skatta og gjalda mun t.d. kalla fram sambærileg tilvik víða um land og nefnd eru hér að framan. Og ójöfnuður mun halda áfram að aukast, t.d. vegna þessa og þessa. Það breytir engu um hvað Ásmundar og Elliðar þessa heims verða undrandi eða orðlausir í hvert skipti sem afleiðingarnar koma í ljós. Þær verða ekki umflúnar svo lengi sem kjósendur fela þeim valdið.
Svo einfalt er nú það.