Það er ekkert að óttast

Af hverju ætti að verða snúið að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar? Í sögulegu ljósi hafa ríkisstjórnarmyndanir gengið ágætlega og því tæpast ástæða til að ætla að það verði með öðrum hætti í haust. Pælingin með því að nú verði þetta heldur snúnara en áður virðist byggjast á því að sitj­andi rík­is­stjórn sjálf­stæð­is­flokks og fram­sókn­ar­flokks, gömlu valdaflokkanna, gæti misst meiri­hluta sinn og verði að biðj­ast lausn­ar. Svo samgróin er þjóðarsálin þessum tveim flokkum að við upplifum óvissu ef útlit er fyrir að þeir verði ekki áfram húsráðendur í stjórnarráðinu.
En það er engin ástæða til þess. Almenningur kýs og byggt á þeim úrslitum verður mynduð ríkisstjórn. Forsetinn kemur lítið að því. Nema að forminu til. Það eru stjórnmálamennirnir í umboði kjósenda sem mynda ríkisstjórn hér eftir sem hingað til.
Það er því engin ástæða fyrir nýjan forseta að kvíða haustinu af þessum sökum. Það er ekkert snúið við að mynda ríkisstjórn án gömlu valdaflokkanna.
Það verður bæði gaman og bráðnauðsynlegt.