Það skiptir máli hverjir stjórna

Bætt tannheilsa barna er bein afleiðing af pólitískum ákvörðunum vinstristjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Undir forystu Guðbjartar Hannessonar þáverandi velferðarráðherra voru tannlækningar barna færðar inn í opinbera heilbrigðiskerfið. Saga þessa máls er rakin ágætlega hér.
Þetta er enn eitt dæmið um hvað það skiptir gríðarlega miklu máli hverjir fara með stjórn landsins hverju sinni.
Ágætt fyrir fólk að hafa það í huga þegar kosið verður í haust.