Andlit ósómans

Leiðari Tíundar um skattaskjólin hefur fengið verðskuldaða athygli. Leiðarahöfundar segja aflandsfélögin vera „ósóma“ sem verði að uppræta. Slíkur bissness hefur að þeirra mati fyrst og fremst það markmið að blekkja stjórnvöld og koma starfsemi undan íslenskri lögsögu og skattayfirvöldum.
Hægrimenn hafa gjarnan beitt þeirri aðferð að setja andlit á mál sem þeir vilja gagnrýna. Það er auðveldara að fá fólk til að taka afstöðu til mála þegar búið er að setja á þau andlit. Þannig urðu t.d. „Svavarssamningurinn“ og „Árna Páls-lögin“ til, svo dæmi séu tekin. Ef við beitum þeirri aðferð á leiðaraskrif Tíundar birtast þessi andlit.
Bjarna Benediktssonar- ósóminn
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar- svikin
Ólafar Nordal- blekkingin

Þetta lítur öðruvísi út þegar andlit hafa verið tengd skrifum leiðarahöfunda Tíundar.
Það leiðir af sjálfu sér að þetta fólk er ólíklegra en aðrir til að uppfylla óskir leiðarahöfunda um að hægt verði að uppræta ósómann.

Það verður að fá annað fólk til þeirra verka.
Sem fyrst.