1. maí

1. maí er ekki frídagur, heldur baráttudagur. Launafólk í gegnum stéttarfélög sín hefur innleitt mestu og bestu breytingar í íslensku samfélagi síðustu 100 ár. Án öflugra stéttarfélaga og án samtakamáttar launafólks væri staða íslenskra heimila og almennings önnur og verri en hún er. Án stéttarfélaga og án samtakamáttar launafólks mun ekki leysast jafn farsællega úr verkefnum sem bíða okkar í framtíðinni og gert hefur til þessa.
Þess vegna eigum við öll að halda 1. maí hátíðlegan sem baráttudag fyrir betri lífskjörum og framförum fyrir allan almenning.
Til hamingju með 1. maí.