Þetta mál verður einfaldlega að stoppa!

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, ætlar að selja 80% af þeim eignum sem kröfuhafar létu af hendi til ríkisins fyrir kosningar. Alþingi gaf fjármálaráðherra frjálsar hendur með söluna án þess að þingmenn vissu um hvaða eignir var að ræða eða hvert verðmat þeirra var, eins og Bjarni staðfestir í þessu viðtali.

„Við metum það svo að þegar þetta eignasafn hefur verið greint, þá eigi að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að finna nýja eigendur að mjög stórum hluta eignanna en ég vek athygli á því að þetta er fjölbreytt eignasafn.“

Bjarni Benediktsson veit sem er að margir úr baklandi stjórnarflokkanna hafa beðið þessarar stundar allt frá Hruni enda munu þessar eignir að langstærstum hluta lenda hratt og vel í þeirra höndum. Það er gömul saga og ný .

 „Það er mikill áhugi, vitum við, á sumum af óskráðu eignunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðsótt að koma þeim í verð.“

Þetta er algjörlega galið mál eins og ég hef áður bent á og það er ótrúlegra en orð fá lýst að eitthvað þessu líkt sé að gerast.

Það verður einfaldlega að stoppa þetta með öllum tiltækum ráðum.