Af hverju eru ekki fleiri fyrir Landsdómi?

Í skýrslu fjármálráðherra sem lögð hefur verið fram á Alþingi kemur fram að íslensk fyrirtæki urðu fyrir verulegu tjóni af völdum hryðjuverkalaganna sem bresk stjórnvöld settu á ísland haustið 2008. Samkvæmt skýrslunni er beinn skaði fyrirtækjanna vegna hryðjuverkalaganna um 5 milljarðar króna auk óbeins tjóns s.s. vegna álitshnekkis og skaða á orðspori sem illa verður metið til fjár.

Tjón íslenska ríkisins og þar með þjóðarinnar er margföld þessi upphæð.

Eins og allir vita ákváðu bresk stjórnvöld að setja hryðjuverkalög á Ísland í kjölfar ótrúlega glæfralega samskipta við íslenska ráðamenn. Eru þar fremstir meðal jafningja þeir Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri og Geir Hilmar Haarde þáverandi forsætisráðherra.

Eftir elstur skýrslunnar stendur eftir sú spurning hversvegna ekki eru fleiri fyrir Landsdómi.