Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng að hefjast

Undirbúningur fyrir framkvæmdir við göng undir Vaðlaheiði hefur tekið mörg ár biðin eftir því að hefja framkvæmdir orðin býsna löng að margra mati. Vegagerðin auglýsti í gær eftir tilboðum í smíði á stálbitum í bráðabirgðabrú að fyrirhuguðum muna ganganna og þar með má segja að markað sé upphaf framkvæmda við Vaðlaheiðargöng. Alþingi samþykkti í fyrra lög um opinberar vegaframkvæmdir, þ.m.t. Vaðlaheiðargöng og á þeim grunni er ráðist í gangagerðina. Enn liggur ekki fyrir hverjir munu standa að framkvæmdinni sjálfri en sex aðilar hafa lýst yfir áhuga sínum á að gera göngin en útboðsfrestur er enn ekki runinn út. Framkvæmdirnar munu hleypa nýju lífi í atvinnumálin á norðurlandi, ekki síst Eyjafirði auk þess að gjörbreyta öllum samgöngum á svæðinu.