Mogginn falsar tölur

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að fjárfestingar á Íslandi hafi að undanförnu verið um 10% af vergri landsframleiðslu og á síðasta ári verið 10,3%. Þetta eru rangar tölur hjá Mogganum eins og svo oft áður hjá flokksblaðinu. Fyrir áhugasama má á heimasíðu Eurostat sjá upplýsingar um fjárfestingar í ýmsum löndum Evrópu, þ.m.t. á Íslandi sem sýna allt aðrar tölur.

Þar segir að á árinu 2010 hafi fjárfesting hér á landi numið 12,9% af VLF og verði 14,6% á yfirstandandi ári. Spáð er að fjárfesting á Íslandi verði 16,5% af VLF á árinu 2012.

Til samanburðar má nefna að sambærilegar tölur fyrir Bretland eru 14,7% fyrir árið 2010, 14,3% á yfirstandandi ári og spáð 14,4% fjárfestingu þar í landi á næsta ári. Í Danmörku var fjárfesting 16,6% af VLF árið 2010, 16,7% 2011 og spáð er 16,8% fjárfestingu fyrir næsta ár. Í Bandaríkjunum var fjárfesting 16,6% af VLF í fyrra, verður 15,6% í ár og spáð er 16,1% fjárfestingu á næsta ári.

Það á svo sem ekki að koma á óvart að Morgunblaðið ljúgi til um tölulegar staðreyndir enda til þess skrifað.