Skattaskjólið Ísland

Pólitísku inniflin í hægrimönnum snúast yfirleitt við þegar þeir heyra minnst á skattlagningu fyrirtækja. Í tíð sjálfstæðisflokksins voru skattar á fyrirtæki lækkað langt niður fyrir það sem þekktist í viðmiðunarlöndum okkar. Markmiðið var að laða erlend fyrirtæki til Íslands og síðan áttu molarnir af þeirra borðum að seðja íslenskan almenning. Það varð lítið úr því og Ísland varð aldrei ríkasta land í heimi.

Nú halda menn því fram að verið sé að ganga að fyrirtækjum dauðum með óhóflegri skattpíningu og enginn vilji fjárfesta á Íslandi vegna ofurskattastefnu stjórnvalda. Þó er það þannig að skattar á atvinnustarfsemi á Íslandi eru nú rétt að nálgast það sem annarsstaðar gerist.

Árið 2009 greiddu áfyrirtækin á Íslandi 297 milljónir í tekjuskatt – samtals – öll sjö. Það er ekki ýkja há tala. Á sama ári greiddi hugbúnaðariðnaðurinn 311 milljónir í tekjuskatt af margfalt minni veltu en álfyrirtækin. Öll útgerð á Íslandi greiddi þá 895 milljónir í tekjuskatt sem er innan við hálfs árs aflaverðmæti eins meðal frystitogara í dag. Landbúnaður og skógrækt greiddi 240 milljónir í tekjuskatt sem er talsvert meira en stórmarkaðir og matvöruverslanir sem greiddu 159 milljónir í tekjuskatt á árinu 2009. Rekstur gististaða og veitingarekstur greiddu samtals 605 milljónir í tekjuskatt árið 2009 sem er á pari við hreina eign formanns framsóknarflokksins ef marka má álagninu vegna ársins 2010.

Það er ekki nema von að hægrimenn taki andköf þegar nú er farið fram á það að baklandið þeirra skili meira til samfélagsins en það þurfti að gera í skattaskjóli liðinna ára.