Ísland stendur með Palestínu á alþjóðvattvangi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur verið á ferðalagi um Palestínu síðustu daga. Hafi einhver haldið að ástandið í Palestínu hafi batnað eða sé að batna á svæðinu er það mikill misskilningur. Það hefur berlega komið fram í frásögnum af heimsókn utanríkisráðherra að Ísraelar herða tökin á Palestínsku þjóðinni sem hefur verið haldið föngnum í heimalandi sínu áratugum saman við hræðilegar aðstæður. Hroki þess sem hersetur á sér engin takmörk. Hann hefur valdið, ræður örlögum hinna hersetnu og fer sínu fram hvað sem hver segir. Ísrael hefur haft stuðning alþjóðasamfélagsins til að kvelja Palestínumenn og drepa að eigin geðþótta. Ísraelsku fjöldamorðingjarnir virðast geta gegnið að þeim stuðningi vísum hvenær sem er. Á ársfundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem nú er að ljúka í Belgrad í Serbíu var í gær felld tillaga um að veita Palestínu stöðu áheyrnafulltrúa á næsta þingi. Hroki Ísraela kom berlega í ljós við umræður um tillöguna sem þeir töluðu mjög gegn. Þeir vita líka sem er að þeir njóta nægilegs stuðnings í samfélagi þjóðanna til að níðast á Palestínufólki eins og þeir hafa alltaf gert. Enda fór það svo að tillagan var felld. Palestínsku þjóðinni var sem sagt neitað um aðkomu að næsta ársfundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, hvorki til að fá að hlusta á aðra, taka þátt í umræðum eða leggja eitthvað til málanna. Eftir atkvæðagreiðsluna gengu fulltrúa Ísraela hrokafullir að venju til þeirra sem studdu tillöguna og þökkuðu kærlega fyrir stuðninginn með fyrirheitum um gott samstarf.
Fulltrúi Íslands
í atkvæðagreiðslunni var ekki í þeim hópi sem Ísraelar fögnuðu svo mjög. Sem talsmaður þjóðar sinnar á fundi ÖSE studdi hann að sjálfsögðu tillögu um að Palestínsku þjóðinni yrði boðið að taka þátt í alþjóðasamstarfi þingmanna sem stuðla vilja að friði og samvinnu þjóða á milli.
Það er í anda þess sem okkar ágæti utanríkisráðherra hefur fært fram í málinu á ferð sinni um svæðið og lýsir afstöðu ríkisstjórnar Íslands til Palestínu.