Smávegis um vinnubrögð

Er Vinstrihreyfingin grænt framboð klofinn flokkur? Svo spurði þáttastjórnandi á RÁS 2 Ásmund Einar Daðason fyrrverandi þingmann flokksins. Sá hélt nú það án þess að þurfa að rökstyðja það neitt sérstaklega. Staðreyndin er þó hinsvegar sú að öll flokksfélög Vinstri grænna sem á annað borð hafa látið í sér heyra, hafa lýst yfir stuðning við þingflokk Vinstri grænna og áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi við Samfylkinguna. Flestar ef ekki alltaf þær yfirlýsingar má sjá á vef flokksins, t.d. þessa hér og þessa og þessa og þessa og þessa og svo þá nýjustu sem kemur úrkjördæmi þingmannsins síðast í gær, svo dæmi séu nefnd.
Í sama viðtali gagnrýndi sami þingmaður „vinnubrögð“ í þingflokknum án þess að þurfa að rökstyðja það frekar en með hinn meinta klofning. Sú gagnrýni myndi án efa fá á sig annan og ótrúverðugari blæ ef fréttamenn og/eða þáttastjórnendur könnuðu vinnuframlag, vinnulag og vinnubrögð þingmannsins á þeim vettvangi sem hann var kosinn til. Skrifstofa þingsins á t.d. að geta veitt upplýsingar um mætingu þingmanna á nefndar- og þingfundi, t.d. það sem af er ári sem gefur oftar en ekki ágæta mynd af vinnuframlagi þeirra.
Undanskil Heimssýn í þessu samhengi.