Tímamótaræða!

Hér er ræðan sem ég flutti um vantrauststillögu sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag:

Forseti
„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru enginn prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Með leyfi forseta vitan ég til orða Styrmis Gunnarssonar eins valdamanns sjálfstæðisflokksins þar sem hann lýsir þeim samfélagsafleiðingum sem urðu eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðisflokksins.
Þetta eru bestu rökin fyrir því að fella þá traustsyfirlýsingu sem sjálfstæðisflokkurinn fer fram á að Alþingi veiti flokknum hér í dag.
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.