Vigdísar Finnbogadóttur er hvergi getið í Rannsóknarskýrslu Alþingis

Yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands um afstöðu hennar til Iceasve-málsins hefur vakið mikil viðbrögð. Vigdís tók afstöðu til málsins af vel yfirlögðu ráði eins og hún er þekkt fyrir að gera í öllum málum. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæl og virt í embætti sínu sem forseti og nýtur þeirrar virðingar og vinsælda enn þann dag í dag. Það hefur Vigdís áunnið sér enda var hún farsæl og heil í sínum störfum og bar hag Íslands og íslendinga ævinlega fyrir brjósti sér sem nú. Vigdís „forseti“ á sinn stað jafnt í hjarta þjóðarinnar sem og í þjóðarsálinni sem ekki verður af henni tekin, sama hvað menn reyna í þeim efnum. Til þess er hún of stór.
Nafn Vigdísar Finnbogadóttur er ekki að finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hún var aldrei í klappliði útrásarinnar. Hún dásamaði aldrei óhófið, græðgina og hrokann sem varð okkur á endanum að falli. Hún ferðaðist ekki um í einkaþotum útrásarliðsins. Hún gerði sér ekki dælt við oligarkana.
Það gerðu aðrir. Þeirra er líka getið í rannsóknarskýrslunni með réttu.
Þannig skrá menn sögu sína sjálfir jöfnum höndum og færa hana letur sem aldrei verðu afmáð.