Hvar eru þeir í dag?

Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þar til í febrúar 2009. Þá var hann skikkaður í leyfi frá störfum vegna þess að mál hans tengd falli Landsbankans voru til rannsóknar. Baldur reyndi síðan að komast aftur í sitt gamla starf án árangurs. Hann fór í menntamálaráðuneytið um tíma þar til hann lét af störfum.
Sala Baldurs Guðlaugssonar á hlutabréfum sínum í Landsbanka Íslands rétt áður en hann féll eru af mörgum talin vera einu afgerandi viðbrögð þáverandi stjórnvalda til að bregðast við þeim vanda sem þá blasti við.
En hvar ætli Baldur Guðlaugsson væri núna ef ekki hefði verið skipt um ríkisstjórn í landinu? Það mætti spyrja slíkra spurninga um fleiri embættismenn, t.d. fyrrverandi Seðlabankastjóra þess sama sem nú ritsrýrir Mogganum.
Baldur Guðalugsson er lengst til vinstri á myndinn hér fyrir ofan og ritstjórinn á Mogganum er .. æ, þið þekkið hann eins og alla hina úr genginu sem að lokum keyrði okkur í þrot.