Undirskriftasöfnun á netinu

Talsverðar umræður hafa verið um undirskriftasafnanir á netinu að undanförnu. Fyrir skömmu söfnuðust yfir nokkrir tugir þúsunda „undirskrifta“ í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir söluna á HS Orku til Magma. Þær „undirskriftum“ voru síðan afhentar ráðherrum í ríkisstjórn Íslands sem tóku þeim vel og litu á þær sem ágætt innlegg í baráttu þjóðarinnar til að halda yfirráðum yfir auðlindum sínum.
Önnur undirskriftasöfnun var síðan haldin fyrir skömmu af hálfu FÍB í þeim tilgangi að koma í veg fyrir samgönguframkvæmdir á Suðurlandi og tóks alveg bærilega að mati aðstandenda.
Ótla fleiri dæmi er um undirskriftasafnanir á netinu á síðustu árum um ólíklegustu mál.
Nú síðast hefur svo staðið yfir undirskriftasöfnun á netinu til að mótmæla lausn Icesave-málsins og hafa á örfáum dögum safnast um 40 þúsund „undirskriftir“ í þeim tilgangi. Það þykir lygilega há tala á stuttum tíma í ljósi þess hve lítil almenn umræða eða opinber umfjöllun og almennt áhugaleysi hefur verið um málið undanfarnar vikur og mánuði. Sjálfum tók ég stöðuna á miðnætti 15. febrúar þegar umræðan um Icesave stóð yfir á Alþingi og sá að rétt ríflega 200 undirskriftir söfnuðust á hverjum klukkutíma fram til klukkan þrjú. Lygilegast fannst mér þó samt að meðan Vigdís Hauksdóttir þingmaður framsóknar flutti ræðu um málið söfnuðust 13 undirskriftir, sem bendir til þess að þeir sem skráðu sig inn á þeim tíma hafi annaðhvort ekki verið að fylgjast með umræðunum eða þá að nöfn þeirra hafi verið skráð án þeirra vitundar :)
Síðasta undirskriftasöfnun vegna Icesave var á vegum InDefence og er talin hafa haft talsverð áhrif á forseta Íslands að hafna lögum um lausn Icesave-málsins. Þótti sú "undirskriftasöfnun" þó hvorki traustvekjandi né trúðverðug.
En hvað um það.
Vaxandi gagnrýni hefur verið á þessar undirskriftasafnanir sem þykja fremur ótraustar, ógagnsæjar og auðvelt að hafa áhrif á niðurstöður þeirra fyrir þá sem þannig eru þenkjandi. Það getur átt jafnt um við þá sem vilja að margar kennitölur safnist á stuttum tíma sem og þá sem vilja sína fram á hve auðvelt er að skrá hvaða nöfn eða kennitölur sem er inn á þessa lista. Hér má sjá ágætt yfirlit yfir þau mál.
Hvað sem því líður þá finnst mér vera nokkuð ljóst að gera verður „undirskriftasöfnun“ á netinu trúverðugri og þar með gagnlegri en hún er í dag. Í því sambandi er ég sammála þeim sem halda því fram að óvönduðu og lek undirskriftasöfnun muni draga úr trúðverðuleika slíkra kannanna í framtíðinni. Það á að vera tiltölulega auðvelt að setja undirskriftasöfnun á netinu ákveðin lágmarksskilyrði svo hún teljist marktæk og gagnlegt tæki fyrir almenning til að hafa áhrif á samfélag sitt. Þekkingin er til staðar og kunnáttan til að nýta þá þekkingu sömuleiðis.
Hversvegna er það þá ekki gert?