Hugmyndir framsóknarmanna um að læsa klónum í lífeyrissjóði launafólks til að nota í allskonar brask er dæmigerð loddaraumræða af þeirra hálfu. Lífeyrissjóðirnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna fyrir almenning í landinu. Miklu mikilvægara hlutverki en framsóknarmenn virðast gera sér grein fyrir. Líferyissjóðir eiga að tryggja launþegum lífeyri við starfslok. Þeir eiga að liðsinna launþegum við áföll á lífsleiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru eign launþega, samtryggingarsjóður þeirra þar sem launþegar axla ábyrgð hverjir á öðrum. Það er merkilegt að þeir sem hafa beitt sér hvað harðast fyrir lækkun skatta á auðmenn og fyrirtæki á undanförnum árum skuli nú ásælast lífeyri launafólks til að geta efnt kosningaloforð sín. Með því skerða þeir réttindi launafólks og grafa undan samfélagi samábyrgðar.
Látið lífeyrissjóðina í friði.