Örlög stjórnmálaflokka

Örlög stjórnmálaflokka sem byggja tilvist sína á andstöðu við ríkjandi atvinnugreinar eða vilja gera á þeim eðlisbreytingar á stuttum tíma (t.d. landbúnaði og sjávarútvegi) eru oft þau sömu. Þeir tapa fluginu og hverfa að lokum í gleymskunnar dá. Dæmi um það er Frjálslyndi flokkurinn sem gerði út á róttækar breytingar í sjávarútvegi en leystist að lokum upp án þess að ná nokkrum árangri með þau mál. Nær í tíma eru svo Viðreisn og Björt framtíð sem virðast ætla að hljóta sömu örlög á mettíma. Samfylkingin er svo þarna á hliðarlínunni. Það þarf þó ekki að þýða að áherslur þeirra geti ekki átt rétt á sér, heldur hitt að heildarmyndin af þeim er bjöguð. Forgangsröðin er röng og áherslur í öðrum stórum málum óljósar. Kjósendur vilja skýrari mynd af þeim, vilja þeirra og stefnu.
Þetta kom berlega í ljós í stjórnarmyndunarviðræðum í haust og endurspeglast í skoðanakönnunum í dag.