Pólitískar hreingerningar

Það er ekkert faglegt við boðaða úttekt Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra á Samgöngustofu. Þvert á móti er hún eins ófagleg og hugsast getur. Ástæða úttektarinnar er óljós. Markmið hennar sömuleiðis. Hér er fyrst og fremst um rammpólitíska úttekt á opinberri stofnun að ræða, úttekt sem unnin verður af sérstökum pólitískum trúnaðarmönnum sjálfstæðisflokksins og tilgangurinn því pólitískur umfram annað. Líklega er þetta bara byrjunin á pólitískum hreingerningum ríkisstjórnarinnar á opinberum stofnunum.
Það er eitthvað ljótt við það sem hér er að gerast.