Góð viðbót í makríl

Ákveðið hefur verið að auka veiðar á makríl um 20 þúsund tonn í sumar sem er um 13% aukning frá síðasta ári. Þetta er talsverð viðbót sem mun skipta sjávarútvegsfyrirtæki talsverðu máli. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu fengu skip HB-Granda úthlutað mestum heimildum í fyrra eða ríflega 19 þúsund tonnum sem munu þá aukast um nærri 2.500 tonn í ár. Samherji fékk úthlutað ríflega 17 þúsund tonnum í fyrra og Síldarvinnslan rúmum 13 þúsund tonnum. Makrílheimildir þessara tveggja fyrirtækja munu því aukast samtals um 4 þúsund tonn í sumar.
Svo er bara að vona að veiðarnar gangi vel fyrir sig og að verðmætið verði sem mest!